Vertu skapandi

posted in: Ljósmyndablogg | 0

Mörkin milli síma og myndavéla verða sífellt óljósari.  Þetta er vissulega spennandi þróun og áhugavert að fylgjast með henni.  Stafræna tæknin hefur haft það í för með sér að magnið af myndum er gríðarlegt. Nánast allir eru að taka myndir og deila þeim á samfélagsmiðlunum.

Þetta þýðir ekkert endilega að gæðin séu meiri. Landslagið í þessu getur verið dálítið einsleitt.  Daglega sér maður hundruði ljósmynda sem allar eru keimlíkar, bæði hvað varðar myndefni og tækni. Þess vegna er alltaf skemmtilegt að sjá í öllu þessu hafi ljósmynda þær sem skera sig úr – þar sem skapandi hugsun og frumlegheit njóta sín.

 Góð leið til að vekja athygli er að koma með nýja nálgun og sýna aðra hluti en fólk á að venjast, þótt ég mæli ekki sérstaklega með nærmyndum af endaþörmum.  Að hneyksla og stuða fólk er vissulega ein leið til að ná athygli en hvort hún er viðkomandi til framdráttar er önnur saga.

 

Allt þetta magn af ljósmyndum hefur haft þau áhrif að nú er meira kallað eftir því frumlega enda nægt framboð af því hefðbundna. Sem dæmi má nefna að stórir myndabankar hafa beðið fólk vinsamlegast um að senda ekki inn fleiri landslagsmyndir. Sýningarsalir og gallerí vilja sjá eitthvað nýtt. Dómarar í ljósmyndakeppnum vilja sjá eitthvað nýtt. Ekki er endilega sóst eftir tæknilega fullkomnum ljósmyndum heldur þeim sem eru þrungnar merkingu – myndum sem segja sögu eða eru fræðandi.  Sem dæmi má nefna National Geographic sem leggur áherslu á þetta.

 

Með stafrænu tækninni jukust möguleikarnir fyrir alls kyns tilraunastarfsemi.  Þessa möguleika hafa margir nýtt sér með góðum árangri til listsköpunar. Einn þeirra er Fabian Oefner en verk hans eru einskonar sambland af list og vísindum. Sjá má verk hans hér.
Annar áhugaverður ljósmyndari er  Alberto Saveso sem vinnur afar skemmtileg verk með olíu og bleki.  Sjá hér.

Hér er heimasíða Alberto Saveso sem vert er að skoða.Heinz Maier er svo enn einn snillingurinn sem vinnur á svipuðum nótum með vatn og liti svo úr verða sérkennilegir skúlptúrar – sjá hér.

Svo er um að gera að vafra um í óravíddum netsins og sækja sér hugmyndir og innblástur til skapandi verka. Verið óhrædd við að gera tilraunir því þær geta oft leitt til óvæntrar og skemmtilegrar niðurstöðu.

Úr myndröðinni Black Hole eftir Fabian Oefner. Þar kemur borvél og málning við sögu.
Úr myndröðinni Black Hole eftir Fabian Oefner.
Þar kemur borvél og málning við sögu.
Olía, blek og háhraðaljósmyndum eftir Alberto Saveso.
Olía, blek og háhraðaljósmyndum eftir Alberto Saveso.

 

Leave a Reply