Greitt við afhendingu með greiðslukorti.

ATH: Vegna álags hjá Póstinum síðustu dagana fyrir jól geta póstsendingar út á land tekið 4-8 daga.


———————————————————————————————————————

Kynningartexti af bókarkápu:
Í þessari fallegu bók náttúruljósmyndarans Ellerts Grétarssonar eru birtar ljósmyndir frá yfir 80 stöðum á Íslandi. Myndirnar sýna ýmsar fáfarnar og áhugaverðar náttúruperlur eins og Víknaslóðir og Lónsöræfi, hrikalegt landslag jöklanna, undraheim hraunhellanna og ýmis furðufyrirbæri í íslenskri náttúru.

Tignarleg eldfjöll, leiftrandi fossar, litskrúðug háhitasvæði, víðáttumikil öræfi,dulúðugir eyðisandar, og leyndardómsfullir hraunflákar – allt eru þetta lýsingarorð sem gjarnan eru notuð til að lýsa einkennum Íslands og þessi hughrif dregur Ellert fram í mögnuðum ljósmyndum sem hann setur hér fram í bland við fróðleik um jarðfræði og náttúru landsins.