Videó: Ljósmyndaleiðangur í Víðgelmi

posted in: Ljósmyndablogg | 0

Haustið 2015 bauðst mér einstakt tækifæri til að ljósmynda einn stórkostlegasta hraunrásarhellir landsins, Víðgelmir í Hallmundarhrauni. Hann er stærstur þekktra hraunhella á Íslandi og með þeim stórbrotnari á Jörðinni.  Gerði ég út leiðangur með nokkrum frábærum ferðafélögum sem reyndust mér einstaklega vel við það mikla þolinmæðisverk sem þetta verkefni var.  Hópurinn eyddi átta klukkustundum samfleytt niðri í hellinum við að skoða og ljósmynda það stórbrotna náttúruundur sem Viðgelmir er, með sínum gríðarlegu hvelfingum og  göngum þar sem finna má áhugaverðar hraunmyndanir  við hvert fótmál. Í þessu myndbandi, sem ég var að klippa, ber sum þessara undra fyrir augu auk þess sem það veitir smá innsýn í það hvernig hellaljósmyndun fer fram.