Ummerki náttúruhamfara á Skeiðarársandi

posted in: Íslandsperlur | 0

Þann 4. nóvember 1996 hófst ógnarmikið hlaup í Skeiðará þegar gríðarlegt magn bræðsluvatns braust undan sporði Skeiðarárjökuls, ruddist niður sandinn og olli miklu tjóni á vegum og brúarmannvirkjum. Þetta er talið mesta Skeiðarárhlaup Íslandssögunnar. Vatnsmagnið náði 45 þúsund rúmmetrum á … Continued

Kvíárjökull – Falin perla við þjóðveginn

posted in: Íslandsperlur | 0

Kvíárjökull er skriðjökull sem skríður niður sunnan við Öræfajökul. Þar er að finna stórbrotið landslag sem margir veita litla athygli þegar þeir bruna eftir hringveginum um Öræfasveit og nærliggjandi svæði sunnnan Vatnajökuls. Samt er þessi náttúruperla nánast alveg við þjóðveginn … Continued

Landbrotshólar: Meðal merkilegustu jarðminja Íslands

posted in: Íslandsperlur | 0

Óteljandi, grasivaxnir hólar einkenna landslagið í Landbroti og margur vegfarandinn veltir þeim fyrir sér þegar ekið er eftir þjóðveginum vestan Kirkjubæjarklausturs.  Hólarnir þekja enda stórt svæði og gefa landslaginu sérkennilegt svipmót.  Þeir eru samt ekki af sama meiði og hólarnir … Continued

Þerribjarg og Landsendi – Á slóðum Jóns lærða og Eyjaselsmóra

posted in: Íslandsperlur | 0

Þerribjarg er heiti á afar fallegri náttúruperlu undir Kollumúla við nyðri enda Héraðssands. Þar eru mjög litrík björg sem tilheyra fornri, útkulnaðri megineldstöð, um 14-15 milljóna ára gamalli, sem kölluð er Fagradalseldstöð. Hún er mikið rofin við haf svo innviðir … Continued

Firnafalleg fjalladýrð Borgarfjarðar eystri

posted in: Íslandsperlur | 0

Óvíða má sjá jafn stórfenglega fjallasýn og á Borgarfirði eystri, sem er umkringdur tignarlegum og litríkum líparítfjöllum, sem láta engan ósnortinn af þeirri miklu náttúrufegurð sem þar blasir við. Þegar horft er á þessi fjöll úr lofti má sjá hversu … Continued

Lónsöræfi: Einstök, stórbrotin og litrík

posted in: Íslandsperlur | 0

Eitt magnaðasta göngusvæði landsins er að finna austan Vatnajökuls í Lónsöræfum, einnig nefnd Stafafellsfjöll.  Ekki er hlaupið að því að draga fram magnþrungna náttúrufegurð Stafafellsfjalla  í ljósmyndum – sum náttúrusvæði eru einfaldlega þannig að maður verður að fara þangað og … Continued