Bláa stundin

posted in: Ljósmyndablogg | 0

Ljósaskiptin við sólsetur eða sólarupprás kalla ljósmyndarar „Blue Hour“. Síðdegis er þetta tíminn frá því að sólin sest og fram í myrkur.  Þessi tími býður upp á fallega birtu, þar sem náttúrulegir bláir tónar og fjólubláir eru ráðandi. Hins vegar er það svo að myndavélin nemur þá miklu betur en mannsaugað.

Þessa dagana er „blue hour“ á milli kl. 16:00 og 17:40 síðdegis en sólsetur er  upp úr kl. 15:30. Að morgni er þessi tími frá kl. 9:15 til 10:40 en sólarupprás er kl. 11:20 (miðað við Keflavík).

Hér er tengill á reiknvél sem reiknar þetta út miðað við staðsetningu þína. http://jekophoto.eu/tools/twilight-calculator-blue-hour-golden-hour/index.php
Einnig er hægt að nota appið Sun Surveyor sem allir ljósmyndarar ættu að hafa í símanum sínum, þvílíkt þarfaþing sem það er. Nauðsynlegt er að nota þrífót og lengri lýsingartíma þar sem tekið er að skyggja og birtan lítil.

Myndirnar að neðan tók ég í dag, þá efri kl. 16:53 og þá neðri kl. 17:07.
blue1blue2

Leave a Reply