Á móti sól

posted in: Ljósmyndablogg | 0

Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref sem áhugaljósmyndari fyrir hátt í 30 árum var mér sagt að forðast myndatökur á móti sól. Eflaust hafa mörg ykkar heyrt þetta líka.

Hins vegar er það svo að myndir teknar á móti sól eru einmitt oft á tíðum afar skemmtilegar og heillandi.  Að vísu fer þetta líka svolítið eftir því hvert viðfangsefnið er.  Til dæmis getur verið varasamt að taka portrett á móti sól nema maður vegi upp á móti baklýsingunni með flassi eða öðrum ljósgjafa, vilji maður ekki fá skuggamynd af viðkomandi.  Á hinn bóginn geta skuggamyndir eða silúettur verið mjög áhugaverðar og myndir á móti sól boðið upp á fallega lýsingu og áhugaverða útkomu. Með reynslunni eykst skilningur manns á áhrifum birtunnar og eðli hennar og þannig lærir maður að nýta sér hana.
Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi. Smellið á myndirnar og fléttið til að sjá skýringatextana með þeim.
—-

Leave a Reply