Andspænis náttúrunni

posted in: Ljósmyndablogg | 0
Staðið andspænis svörtum Kötlujöklinum.
Staðið andspænis svörtum Kötlujöklinum.

 

Hvernig getum við best sýnt mikilfengleik náttúrunnar á ljósmynd?
Það gerum við með því sýna stærðarhlutföll. Til þess nota ég oftast manneskju – sýni manneskjuna andspænis náttúrunni. Þetta gerir oft gæfumuninn í landslagsmyndum. Við erum svo agnarsmá í náttúrunni þrátt fyrir að hafa svo mikil og oft óæskileg áhrif á hana.

Á ferð með gönguhópum  geri ég það oft vísvitandi að dragast svolítið afturúr til að hafa göngufélagana fyrir framan mig í landslaginu. Stundum fer ég líka á undan hópnum, þá helst þegar við göngum upp á fjall. Þá hef ég gott útsýni með fólkið í landslaginu.  Af sömu ásæðu hef ég hópinn fyrir framan mig á leiðinni niður.

Oftast er einhver með manni í gönguferðum sem er til í að hlaupa  fram á næstu klettanös eða þangað sem maður vill. Ef maður er einn á ferð vill kannski svo heppilega til að annað fólk er á svæðinu. Ef svo er ekki má nota íslensku sauðkindina eða eitthvað annað af þeirri stærð sem mannsaugað þekkir. Það getur t.d. verið bifreið, hestar, bóndabýli og svo framvegis. Samt sem áður virkar best að hafa manneskjuna.  Þannig komast best til skila hughrifin um ósnortna náttúru, stórbrotið landslag, víðáttu óbyggðanna eða smæð okkar gagnvart náttúruöflunum.

Í meðfylgjandi myndasyrpu eru nokkur dæmi:

 

Leave a Reply