Að ljósmynda flugelda

posted in: Ljósmyndablogg | 0

Áramótin eru framundan og margir sem hafa hug á að ljósmynda það skemmtilega myndefni sem flugeldarnir eru á gamlárskvöld.  Hér eru nokkur ráð en í grundvallaratriðum er þetta sama aðferðin og þegar við ljósmyndum norðurljós.

Þetta eru aðalatriðin:

1. Þrífótur.
Nota þarf langan lýsingartíma og það er ekki gerlegt nema vera með myndavélina á þrífæti svo hún sé stöðug meðan á lýsingartímanum stendur. Þrífóturinn þarf að vera stöðugur og ekki má snerta hann né myndavélina meðan myndin er tekin. Annars verður hún hreyfð. Best er að vera með afhleypara.

2. Fókus.
Eins og í norðurljósamyndtökum þurfum við að festa fókusinn áður en takan byrjar. Sumsé, stilla fókusinn þar sem við ætlum að hafa hann og taka svo linsuna af auto-fókus svo hún fari ekki að dudda sér við að leita að fókus þegar síst skyldi. Á linsunni er lítill A/M takki. Við höfum hann á M fyrir MANUAL eftir að við höfum fest fókusinn, sem er vitaskuld gert með því að hafa hann á A fyrir Auto og þrýsta gikknum hálfa leið niður (bíb-hljóðið). Við getum tekið fókusinn á t.d. flugelda eftir að sýningin er byrjuð eða einhvern annan ljósgjafa í svipaðri fjarlægð (t.d. ljósastaura eða byggingar). Einnig þarf að slökkva á Stabilazer linsunnar ef hún býr yfir þeim möguleika. Það skal alltaf gert þegar tekið er á þrífæti.

_MG_6951

3. Hraði, ljósop og ISO
Í flugeldasýningum eru miklir blossar sem auðveldlega geta yfirlýst og eyðilagt myndina. Þess vegna er betra að nota minna ljósop, t.d. 11-16 og gæta þess að lýsa myndina ekki of lengi. Best er að hafa 100 – 200 ISO. Venjulega er lýsingartíminn á bilinu 10-20sek. Einnig er hægt að lengja hann til muna með svokölluðum ND-filterum sem virka eins og sólgleraugu fyrir linsuna. Þannig er hægt að ná inn á myndina fleiri flugeldum og sprengingum sem gera hana skrautlegri. Jafnframt fáum við meiri „strik“ í flugeldanna í staðinn fyrir skæra blossa.

Fr‡ Lj—san—tt 2008 ’ Reykjanesb¾

Önnur aðferð er að nota langan lýsingartíma, t.d. 30 sekúndur eða lengur ( Bulb og afhleypari) og  „safna“ inn á myndina. Flugeldar hafa tilhneigingu til að koma í „gusum“.  Á milli þeirra er hægt að setja svart, matt spjald fyrir linsuna (ekki koma við hana) og taka það svo frá þegar næsta „gusa“ kemur.

Annars eru hér nokkuð góð grein á vef Digital Photography School þar sem farið í ítarlega í þessa hluti.

Góða skemmtun og gleðilegt nýtt ár.