Upp og niður

posted in: Ljósmyndablogg | 0

Í sumar hef ég hvílt mig tímabundið á hellaljósmynduninni.  Óhætt að er að segja að andstæðurnar í viðvangsefnum mínum séu nokkuð skarpar því öndvert við þetta vafstur mitt neðanjarðar hef ég verið að fljúga um loftin blá og taka myndir með dróna, sem ég fjárfesti í um mitt sumar. Gamli dróninn minn var alls ekki nógu traustur og allt of mikill tími fór í að leysa tæknileg vandamál, tími sem ég hefði frekað viljað nota í myndatökur.  Ég ákvað því að fá mér tæki sem hægt væri að treysta á og vera laus við kvíðahnútinn í maganum í hvert skipti í sem tekið væri á loft. Að þessu sögðu ætla ég að ráðleggja ykkur eitt, ef þið eruð að hugsa um að fjárfesta í myndavéladróna: EKKI kaupa neitt frá Walkera. Allt sem kemur frá þessum framleiðanda  er drasl.

Segja má að dróninn sé fljúgandi myndavél og þannig opnast fyrir manni ótal nýjir möguleikar á skemmtilegum sjónarhornum.  Sérstaklega finnst mér áhugavert hvað kemur í ljós þegar maður beinir myndavél drónans beint niður.
—-

Horft beint niður í bullandi leirhver.
———————————————————————
DJI_0172 unnid
Fallnir fiskihjallar.
———————————————————
DJI_0063
Staðarborg er nafn á forni fjárborg á Vogaheiði.
————————————————————————————–