Nýja ljósmyndabókin mín, Ísland – náttúra og undur, er komin í sölu í verslunum. Bókin er 176 blaðsíður og þar birtast myndir frá yfir 80 náttúruperlum á Íslandi. Þetta er ekki dæmigerð „túristabók” enda er hún eingöngu á íslensku og er ætlað að sýna að Ísland er svo miklu meira heldur en Gullfoss, Geysir, Reynisfjara svo einhverjir staðir séu nefndir af þeim vinsælu ferðamannastöðum sem allir þekkja. Við höfum öll séð gríðarlegan fjölda mynda af þeim stöðum frá öllum sjónarhornum og ég hef engu við það að bæta. Í stað þess vildi ég sýna Ísland í svolítið öðru ljósi því þetta fallega land býr yfir mörgum leyndardómum og kemur sífellt á óvart.
Hér að neðan er tengill á umfjöllun Víkurfrétta af nýju bókinni ásamt sjónvarpsviðtali þar sem ég segi meðal annars söguna á bak við eina af uppáhaldsmyndunum mínum.
Uppáhaldsstaðurinn eins og á annarri plánetu – Víkurfréttir (vf.is)