Litadýrð hverasvæðanna

posted in: Ljósmyndablogg | 0

Hverasvæðin eru óþrjótandi uppspretta myndefnis. Ummyndun bergs, alls kyns útfellingar, s.s. brennisteinssambönd, hverasölt og hrúður í hringum hverina skapa ótrúlega litasinfóníu sem býður upp á fjölbreytt náttúruafstrakt fyrir gikkglaða ljósmyndara. Þetta er ótrúlega skemmtilegt að ljósmynda.
Ekki er langt að fara fyrir þá sem búa á suðvesturhorninu. Á Hengilssvæðinu eru nokkur hverasvæði, s.s. Hagavíkurlaugar innst í Kýrgili, Reykjadalur, Innstidalur og Grændalur. Einnig er hverasvæðið í Seltúni í Krýsuvík vel aðgengilegt skammt frá vegi, svo einhver svæði séu nefnd.

Rölt um hverasvæði í listrænum hugleiðingum með myndavélina er afar skemmtilegt og gefandi. Hér gildir að fara svolítið nær myndefninu og nota þrönga ramma en umfram allt gættu þess hvar þú stígur og farðu þér ekki að voða!
—-

Leave a Reply