Video: Myndað í Búra

posted in: Ljósmyndablogg | 0

Búri í Leitarhrauni er einn tilkomumesti hraunhellirinn á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Skrapp þangað í vikunni að ljósmynda þessa undraveröld undir hrauninu. Mikil ísmyndun er í fremstu hvelfingunni með svo löngum grýlukertum að annað eins hef ég aldrei séð. Við félagarnir höfum því hitt á réttan tíma. Litadýrðin í hellinum er engu lík. Í botni hans er svo að finna ótrúlegan hraunfoss sem runnið hefur niður þverhníptan 17 metra djúpan svelg og storknað utan á veggnum. Meðfylgjandi video er úr ferðinni.
Búri er erfiður hellir vegna stórgrýtis í botni hans langleiðina inn í botn en þangað er um kílómeter. Að hoppa eftir grjótinu með græjurnar er mikið puð enda fékk maður daglegar harðsperrur í tvo daga á eftir. En puðið er sannarlega þess virði.

 

Leave a Reply