Svona er hellaljósmyndun

posted in: Ljósmyndablogg | 0

hellaljosmyndun

Þótt hellaljósmyndun sé bæði skemmtileg og gefandi getur hún líka verið mjög krefjandi þar sem reynir á bæði mann og tæki. Oft þarf að skríða og bogra með tækin langar leiðir sem getur verið talsvert puð. Eða stikla á stórgrýti . Síðla vetrar eru fagrar ísmyndanir í mörgum hellum sem gaman er að ljósmynda. Þeir geta hins vegar verið stórhættulegir ef maður fer ekki varlega og er með réttan búnað. Þegar allt er gljáhúðað nokkurra sentimetra þykkum ís þýðir ekkert annað en að vera á ísbroddum. Venjulegir mannbroddar duga ekki.  Af öryggisástæðum ætti maður heldur aldrei að fara einn í hellaferðir því ef eitthvað kemur uppá þarna niðri ertu algjörlega sambandlaus við umheiminn.  Í hellum er ekkert símasamband.

Nýlega skrapp ég í einn af mörgum hraunrásarhellum Reykjanesskagans þar sem finna má fagrar ísmyndanir og fleira áhugavert. Ég gerði stutt video af ferðinni til að gefa smá innsýn í það hvernig hellaljósmyndun fer fram.