Ný ljósmyndabók um Reykjanesskaga

posted in: Ljósmyndablogg | 0

Loksins!
Eftir að hafa ljósmyndað náttúruperlur Reykjanesskagans í 12 ár var kominn tími til að gefa afraksturinn út á ljósmyndabók. Hún ber heitið Reykjanesskagi – náttúra og undur. Bókin fór í prentun núna í vikunni og kemur út í lok október. Hún verður 160 blaðsíður í 20x25cm síðubroti. Útgefandi er bókaútgáfan Nýhöfn. Hér að neðan er stutt kynning á bókinni með svipmyndum frá sumum þeirra staða sem hún fjallar um. Bókin verður síðan kynnt nánar þegar nær dregur.