Reykjanesskaginn í nýju videói

posted in: Ljósmyndablogg, Reykjanesskagi | 0

Nýlega lauk ég við gerð 3ja mínútna myndskeiðs fyrir NSVE þar sem sumar af helstu náttúruperlurm Reykjanesskagans eru sýndar. Er myndskeiðinu ætlar að vekja fólk til umhugsunar um náttúruvernd og gildi þess að eiga lítt snortnar náttúruperlur í nálægð við mesta þéttbýlissvæði landsins.

Auk hefbundinna videóskota notaði ég timelapse og drónaskot. Afar skemmtilegt er að leika sér með timelapse-formið. Drónatæknin býður sömuleiðis upp á nýjar víddir í vídeótökum. Ég hef tamið mér að fljúga lágt inn í landslag í stað þess að taka myndir hátt úr lofti yfir landsvæði.  Bæði finnst mér það flottari myndir og skemmtilegra flug.  Meiri áhætta er auk þess fólgin í háflugi, t.d. með tilliti til annarar flugumferðar. Einnig getur maður lent í vandræðum vegna vinds.  Stuttu eftir að ég fékk fyrsta drónann missti ég hann upp í sterkan vindstreng og náði ekki að losa hann niður aftur. Á endanum þraut orkuna úr rafhlöðunni, dróninn hrapaði eins og múrsteinn og mölbrotnaði. Það er dýrt að stúta svona tækjum þannig að ég kýs frekar meira öryggi og held mig við lágflugið.

En hér er sumsé ræman: