Suðurnesjaperlur: Hin áhugaverða Hrafnagjá

posted in: Suðurnesjaperlur | 0

Hrafnagjá er feiknamikil og skoðunarverð misgengisgjá sunnan við Voga, skammt handan Reykjanesbrautar.  Hún mun vera, eftir því sem ég kemst næst, lengst allra gjáa á Reykjanesskaganum en þær eru all nokkrar og eru glöggt vitni um síkvika náttúru á mótum tveggja jarðskorpufleka. Þrátt fyrir að vera örskammt frá byggð og fjölfarnasta vegi landsins, hefur þessari náttúrusmíð verið lítill gaumur gefinn. Gaman er að ganga meðfram gjánni og skoða hana. Hún er á köflum mjög djúp og stórbrotin og því betra að gæta fóta sinna. Hér er stutt drónavideó sem ég tók og klippti saman af þessu áhugaverða náttúrufyrirbæri.