Glitský
Glitský eru ekki algeng en þetta fallega fyrirbæri myndast þegar óvenju kalt er í heiðhvolfinu við 70 – 90 gráðu frost. Þau eru afar litrík og glóa á himni þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð. Litbrigði glitskýja minna … Continued
Í þessu stutta myndbandi sýni ég og tala um valdar myndir úr ljósmyndabókinni Ísland, náttúra og undur sem kom út fyrir síðustu jól. Í bókinni sýni ég um 160 ljósmyndir frá yfir 80 náttúrperlum á okkar yndisfagra landi sem geymir … Continued
Nýja ljósmyndabókin mín, Ísland – náttúra og undur, er komin í sölu í verslunum. Bókin er 176 blaðsíður og þar birtast myndir frá yfir 80 náttúruperlum á Íslandi. Þetta er ekki dæmigerð „túristabók” enda er hún eingöngu á íslensku og … Continued
Á ferðum mínum um landið í sumar kom ég meðal annars við í Berufirði, sem skartar mikilli náttúrufegurð, umkringdur tignarlegum fjöllum sem jöklar ísalda hafa sorfið all duglega svo óteljandi hraunlagastaflar fjallanna blasa við. Hér hafa miklir náttúrukraftar verið að … Continued
„Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggará Mýrdalssandi og hvergi skjól að fá.“ Flestir ættu að kannast við þessar línur úr Mýrdalssandi, þekktu dægurlagi sem Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson fluttu fyrir mörgum árum við miklar vinsældir. Í texta … Continued
Frostkaldir dagar og fallegar froststillur um miðjan vetur bjóða upp á mörg áhugaverð myndefni. Í frosnum stöðuvötnum og íslögðum pollum myndast oft myndræn form sem skemmtilegt er að ljósmynda í nærmynd. Nú í vikunni notaði ég tækifærið í logninu á … Continued
Myndvinnsla er mikilvægur og stór hluti af því ferli sem við köllum „ljósmyndun“. Þegar við tökum mynd erum við í raun að safna upplýsingum í gegnum linsu myndavélarinnar á myndflöguna sem skrásetur upplýsingarnar á minniskortið, yfirleitt í RAW skráarsniði. Eins … Continued
Romanesco brokkólí er svo fallegt að þú tímir ekki að borða það. Lengi hefur mig langað til að ljósmynda þessa tegund og eftir talsvert langa leit komst ég loksins yfir slíkan kálhaus nú í haust. Þetta kál er sannkallað listaverk, … Continued
Haustið 2015 bauðst mér einstakt tækifæri til að ljósmynda einn stórkostlegasta hraunrásarhellir landsins, Víðgelmir í Hallmundarhrauni. Hann er stærstur þekktra hraunhella á Íslandi og með þeim stórbrotnari á Jörðinni. Gerði ég út leiðangur með nokkrum frábærum ferðafélögum sem reyndust mér … Continued
Stampahraun yngra er yst á Reykjanesi og rann í mikilli eldgosahrinu á 13. öld sem nefnast Reykjaneseldar. Ljóst er að mikið hefur gengið á í þessari goshrinu sem hófst árið 1210. Mesta virknin hefur staðið yfir til ársins 1240 en … Continued